Sölu og þjónustusvið

Meginverkefni eru sala búnaðar og þjónusta við afgreiðslustöðvar og viðskiptavini móðurfélaganna og dreifingarsvið Olíudreifingar, í hönnun, uppbyggingu, eftirliti og viðhaldi sérhæfðs búnaðar til geymslu, meðhöndlunar og afgreiðslu eldsneytis.

Um Olíudreifingu

Meginstarfsemi Olíudreifingar er dreifing og birgðahald á fljótandi eldsneyti og þjónusta við olíubirgðastöðvar og bensínstöðvar.

Móttaka pantana

PantanirTekið er við pöntunum í síma: 550-9933 í Reykjavík fyrir fljótandi eldsneyti fyrir allt landið á milli 07:00 til kl. 17:00 virka daga. Á öðrum stöðum er tekið við pöntunum frá 08:00 til 17:00 virka daga.

Eins og kunnugt er hlaut Olíudreifing forvarnarverðlaun VÍS og Vinnueftirlitsins 4. febrúar s.l. og voru þau afhent á ráðstefnunni „Áskoranir atvinnulífsins í öryggismálum“.  Þar kom fram að verðlaunin eru veitt fyrirtæki fyrir framúrskarandi forvarnir og öryggismál og að mati framangreindra aðila er Olíudreifing þar í fremstu röð.

Öryggis- og umhverfismál eru málaflokkur sem við í Olíudreifingu höfum lagt mikið upp úr að sinna sem best og er þessi málaflokkur sífellt umfangsmeiri í rekstrinum.  Við erum þakklát - og okkur þykir að sjálfsögðu mjög vænt um að fá viðurkenningu sem þessa en gerum okkur jafnframt grein fyrir því að hún er ekki loka punktur eða endir neins.

Öryggismál og forvarnir eru stanslaus vinna sem við munum kappkosta að sinna enn betur í dag en í gær.  Öryggismál snúast fyrst og fremst um að vernda umhverfið - sem og líf og heilsu starfsmanna okkar og annarra.  Það má því segja að þetta sé ekki síst lýðheilsumál. 

Við höfum reynt í samráði við VÍS - sem alla tíð hefur verið okkar tryggingafélag og einnig á síðari árum með vottunarfélagi okkar, BSI, að endurskoða og efla alla okkar verkferla og aga vinnubrögð.  Einnig erum við í mjög góðu  sambandi og samvinnu við þær opinberu stofnanir sem rekstur okkar heyrir undir s.s. Vinnueftirlitið og Umhverfisstofnun, því að öll höfum við sömu markmiðin sem er að fækka óhöppum og slysum.  

Reglubundnar heimsóknir fagaðila og úttektir á starfsemi Olíudreifingar veita okkur nauðsynlegt aðhald og hvatningu til að standa okkur betur og færir okkur aukna þekkingu sem nýtist við forvarnir innan fyrirtækisins.  Í síðustu úttekt BSI fengum við enga skriflega athugasemd en nokkrar ábendingar um það sem betur má fara.  Það er því augljóst að við munum kappkosta að halda okkur á þessari braut og eigi það að takast verðum við öll að leggja okkur fram.

 

Olíudreifing ehf. óskar eftir að ráða í sumarstörf.
Við leitum að vönum bílstjórum með CE meirapróf staðsetta í Reykjavík, Austurlandi og Akureyri.
Um fjölbreytt störf er að ræða við olíudreifingu beint á vinnuvélar, tanka og skip.
Leitað er af fólki sem hefur ríka þjónustulund og getur unnið sjálfstætt.
Olíudreifing greiðir ADR námskeið og laun á námskeiðstíma fyrir þá bílstjóra sem ekki hafa ADR réttindi.
Við hvetjum jafnt konur og karla til að sækja um störfin.
Nánari upplýsingar veitir Helgi Marcher Egonsson í síma 550 9937 (Reykjavík og Austurland)
og Guðjón Páll Jóhannsson í síma 550-9910 (Akureyri).
Umsóknir sendist á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Olíupantanir | 550 9933

Viðgerðaþjónusta | 550 9955

Neyðarnúmer: 552 6900

Svarað er í Neyðarnúmer 552 6900 allan sólarhringinn. Securitas sér um símsvörun og kemur boðum áfram til Öryggisnefndar ODR.

Við erum staðsett hér

Hafðu samband