Um dreifingarsvið
Dreifingarsvið Olíudreifingar annast móttöku, geymslu og afgreiðslu á fljótandi eldsneyti auk söfnunar og meðhöndlunar á úrgangsolía. Um 65 starfsmenn vinna á dreifingarsviði Olíudreifingar við skipulagninu, bókhald, akstur, í birgðastöðvum og á olíuskipi félagsins en árlega eru meðhöndlaðir um 500 millj. ltr. af eldsneyti. Dreifikerfi Olíudreifingar á fljótandi eldsneyti teygir sig um allt land og býður félagið upp á þjónustu í öllum höfnum landsins. Auk reksturs á dreifikerfi fyrir innlendan markað þá annast dreifingarsvið Olíudreifingar rekstur birgðastöðvarinnar í Helguvík og tengdra lagnakerfa og birgðastöðvarinnar í Hvalfirði.
Olíudreifing tekur ekki á móti pöntunum vegna afgreiðslu á fljótandi eldsneyti. Eldsneytið er pantað hjá viðkomandi söluaðila.
Bílafloti
Olíudreifing hefur til ráðstöfunar 45 bíla sem bera frá 10.000 upp í 41.000 lítra til að annast afgreiðslur á landsvísu. Um helmingur bílaflotans er staðsettur í Reykjavík og nágrenni en hinn helmingurinn er dreifður um landið.
Þróunin síðustu ár hefur verið að bílunum fækkar og þeir stækka. Þegar félagið tók til starfa 1. janúar 1996 voru Olíufélagið og Olíuverzlun Íslands samtals með 125 bíla í sama verkefni. Þeim hefur síðan fækkaðniður í 45 m.a. vegna sameiningu dreifikerfana og að kröfur til bílanna hafa aukist í kjölfar upptöku Evróputilskipunar um flutning á hættulegum varningi sem leitt hafa til aukins kostnaðar. Við þessu hefur verið brugðist m.a. með fækkun bifreiða og betri nýtingu.
Olíuskip
Olíudreifing gerir út olíuskipið M/T Keili. Keilir var smíðaður í Akdeniz skipasmíðastöðinni í Adana í Tyrklandi og kom til Íslands í febrúar 2019. Keilir leysti af hólmi M/T Laugarnes sem var í eigu Olíudreifingar frá 1998. Keilir lestar 690 m3 af eldsneyti og er búinn tveimur aðalvélum og tvöföldum botni og birgðingi.