ÍSLENSK ÚTGÁFA / ICELANDIC VERSION  ENGLISH VERSION BELOW

Öllum óviðkomandi er stranglega bannaður aðgangur að olíubirgðastöðinni í Örfirisey.
Vaktmaður heldur með hjálp vaktkerfis skrá yfir allar mannaferðir um hlið stöðvarinnar þannig að á öllum tímum sé full yfirsýn yfir hverjir eru í stöðinni.
Einungis bifreiðum sem hafa erindi inn í stöðina skal veittur aðgangur að stöðinni. Stöðvarstjórar gefa út kort fyrir þær bifreiðar sem hafa heimild til reglubundins innaksturs í stöðina.
Skipverjum skipa og föstum þjónustuaðilum þeirra er heimill aðgangur að stöðinni þegar viðkomandi skip liggur við Eyjargarð.
Skipstjórar skipa sem koma að Eyjargarði skulu senda áhafnarlista til vaktmanns, ásamt lista yfir þá sem þeir eiga von á meðan á dvöl þeirra við bryggjuna stendur, erindi, ásamt bílnúmeri, ef nauðsynlegt er að þeir fari akandi að skipshlið. Aðgangslisti þarf að hafa borist í síðasta lagi 1 klst fyrir komu skips á vakthus@gmail.com.
Aðrir sem erindi eiga í stöðina, hvort sem þeir eru starfsmenn Skeljungs hf., Olíudreifingar ehf. eða annarra fyrirtækja, skulu gera grein fyrir ferðum sínum hjá vaktmanni og skal viðkomandi stöðvarstjóri eða staðgengill hans gefa heimild til inngöngu áður en þeim er hleypt inn. Gestir skulu skilja bifreiðar sínar eftir utan girðingar, nema sérstök ástæða þyki til, og skal viðkomandi stöðvarstjóri eða staðgengill hans gefa heimild til þess. Áður en viðkomandi er hleypt inn skal vaktmaður skrá nafn, fyrirtæki, erindi og tímasetningu inngöngu í aðgangskerfi stöðvarinnar. Ef gestkomandi er ókunnugur staðháttum, skal stöðvarstjóri eða fulltrúi hans sækja viðkomandi til vaktmanns.
Ef ekki er vaktmaður í hliði, er ekki heimilt að hleypa neinum sem ekki er með fastan aðgang, inn í stöðina.
Hámarkshraði í birgðastöðinni er 25 km/klst og ávallt skal haga fjölda og staðsetningu ökutækja þannig að sjúkrabílar og slökkvilið eigi ávallt greiðan aðgang.
Meðan skip er við Eyjargarð verður að vera hægt að fara frá með stuttum fyrirvara og því er ekki heimilt að óklára vél skips og skal skip fara frá garðinum að lokinni olíutöku. Afgreiðslubúnaður er fyrir miðjum kanti. Skip skulu leggja með þá hlið að garðinu þar sem olíustútur er með tilliti til staðsetningar afgreiðslubúnaðar.
Ekki er heimilt að sinna vinnu á bryggjunni, sem er óviðkomandi eldsneytistökunni s.s. netavinnu og skulu taka kosts, áhafnarskipti og heimsóknir ekki fara fram á Eyjargarði nema með sérstöku leyfi stöðvastjóra eða staðgengils hans.
Fari þeir sem hafa hlotið hafa aðgang að stöðinni ekki eftir umgengis- og öryggisreglum stöðvarinnar eða fari ekki að fyrirmælum starfsmanna stöðvarinnar sem að þeim lúta skal aðgangur þeirra tafarlaust takmarkaður. Við ítrekuð brot skal viðkomandi alfarið útilokað aðgengi að stöðinni.
Samþykkt í öryggisnefnd Örfiriseyjar 13. febrúar 2013

 

ENGLISH VERSION

 

All unauthorized access to the Örfirisey terminal is strictly forbidden

The security guard holds record of all access in and out of the terminal gates so that the security system can account for all persons that are within the terminal gate.

Only cars with urgent need for access are allowed into the terminal. The terminal managers issue access cards for cars with entrance permit.

Crew members and their routine service personnel is granted access into the terminal, whilst their vessel is alongside.

Captains calling for the terminal shall send crew member list and visitor list to the gate watch, associated with car registration number if needed. The crew member and visitor lists shall be sent to vakthus@gmail.com at least 1 hour before arrival.

Others that have need to enter the terminal, regardless whether they are Skeljungur, Oliudreifing or other companies employees, shall contact the security guard and the Terminal manager or his substitute shall permit their entrance. Visitors shall leave their cars outside the terminal unless special needs require otherwise. Before entrance, the watch man shall record name, company and purpose of visit in the terminal security system. If the visitor is unfamiliar in the terminal, the terminal manager or his representative shall accompany the visitor during the visit in the terminal.

If the security guard is not present at the gate, no one without permanent license is allowed to enter the terminal.

The terminal speed limit is 25 km/hour and the number and position of vehicles shall always allow clear access of ambulances and fire brigade.

The vessel shall always be able to leave on short notice whilst alongside at Eyjargarður. The main engine of the vessel may never be „out of use“. The vessel shall leave the jetty, when the bunkering is finished.

The oil delivery is located centrally at the pier. Vessel shall position with the side where oil connection is located facing towards the pier.

No work, not related to the bunkering, is allowed while alongside, such as fishing net work, crew change, visits or supply delivery is permitted without the terminal manager’s clear permit.

If visitors do not follow these rules or the instructions of the terminal personnel, their access will immediately be restricted. Repeated breaches result in permanent exclusion from the terminal.Oliudreifing | Holmaslod 8-10 | 101 Reykjavik 
 tel +354 550-9900 | fax: 550-9999 | odr@odr.is

 
Sími:

550 9900

 
Sendu okkur mail:
odr@odr.is