Móttökuskilmálar
Skilmálar um gjaldfrjáls skil úrgangsolíu og svartolíuúrgangs:
1 Olíuúrgangur sem fellur undir skilmálana:
• Olíuúrgangur sem fellur til við eðlilega notkun smurolíu sem lagt hefur verið á úrvinnslugjald skv. lögum nr. 162/2002 með síðari breytingum.
• Olíuúrgangur sem fellur til við eðlilega notkun svartolíu og leggja skal á úrvinnslugjald samkvæmt 1. mgr. 8 gr. laga nr. 162/2002 um úrvinnslugjald en er undanþeginn gjaldtöku á grundvelli 3. mgr. sömu greinar, skilgreind með með tollskrárnúmerinu: 2710-1940.
Þjónusta sem ekki fellur undir móttökuskilmála þessa er ekki gjaldfrjáls og innheimtir móttökuaðili gjald fyrir hana hjá skilaaðila. Erlend skip sem eiga rétt á endurgreiðslu úrvinnslugjalds á grundvelli endurgreiðsluheimildar í 10. gr. laga 162/2002 um úrvinnslugjald eiga ekki rétt á gjaldfrjálsum skilum.
2. Olíuúrgangurinn skal vera dælanlegur og ekki innihalda önnur efni en sem falla til við eðlilega notkun olíunnar. Olíuúrgangurinn má ekki innihalda uppleysiefni, þynna eða önnur óskilgreind efni eða efnavörur t.d. ammoníak.
Í olíuúrganginum má ekki vera meira af eftirtöldum efnum en:
Kadmíum < 5 mg / kg
Kvikasilfur < 0,5 mg / kg
Blý < 25 ---
Króm < 50 --
Nikkel < 5 ---
PCB < 5 ---
Halogenar <150---
Brennisteinn* < 5.000---
Arsenic < 5 ---
Manganese < 5 ---
Thallium < 5 ---
Antimony < 5 ---
Cobalt < 5 ---
Kopar < 40 ---
Vanadíum < 200 ---
* Svartolíuúrgangur má þó innihalda sama brennistein og leyfð hámörk á svartolíu ætlaðri til nota í skipum og bátum sem notað er hér á landi og í mengunarlögsögu íslands samkvæmt reglugerð 124/2015 með síðari breytingum.
3. Móttökuaðili tekur á móti olíuúrgangi frá skipum á virkum dögum frá kl. 8.00 til 17.00. Panta þarf móttöku fyrir kl. 16:00 tveimur virkum dögum áður en olíuúrgangi er skilað. T.d. fyrir kl. 16:00 á mánudegi fyrir móttöku á miðvikudegi eða fyrir kl. 16:00 á föstudegi fyrir móttöku á þriðjudegi.
Móttökuaðili tekur á móti olíuúrgangi frá skilaaðilum á landi á skipulögðum söfnunardögum á hverju landsvæði. Panta þarf móttöku fyrir kl. 16:00, tveimur virkum dögum fyrir skipulagðan söfnunartíma á viðkomandi svæði. T.d. á fimmtudegi fyrir kl. 16:00 ef söfnunartími er í vikunni á eftir.
Við pöntun á móttöku skal tilgreina áætlað magn og um hverskonar olíuúrgang er um að ræða. Skilaaðili skal ávallt leitast við að hafa sem mestan fyrirvara á þjónustubeiðni til að unnt sé að sameina söfnun frá honum við aðrar móttökur. Móttökuaðili ber ekki kostnað af tjóni vegna frávika frá ofangreindum tímamörkum.
4. Lágmarksmagn sem móttökuaðili sækir til skilaaðila er 400 ltr. Undanþegin þessu ákvæði eru sveitarfélög og hafnir. Til þeirra er sóttur olíuúrgangur a.m.k. einu sinni á ári, óháð magni.
5. Við móttöku skulu móttökuaðili og skilaaðili fylla út móttökuseðil, þar sem fram koma upplýsingar um magn, innihald og uppruna auk staðfestingar skilaaðila á að ekki séu óleyfileg efni í úrgangsolíunni. Báðir aðilar staðfesta seðilinn með undirritun. Skilaaðili fær afrit af móttökuseðlinum.
6. Leiki vafi á um efnainnihald olíuúrgangsins getur móttökuaðili hafnað móttöku og krafist efnarannsóknar til staðfestingar á að olíuúrgangur uppfylli skilyrði um efnainnihald.
7. Móttökuaðili tekur á móti olíuúrgangi úr olíuúrgangsgeymum skipa og skilaaðila á landi. Skilaaðilum á landi er þó heimilt að safna úrgangsolíu á 200 lítra tunnur sem móttökuaðili tæmir á staðnum.
8. Móttökuaðili tekur við olíúrgangi frá skipum við skipshlið á aðgengilegum stað. Góður aðgangur skal vera að stút ofan þilja og skal skipið dæla olíúrganginum frá borði. Dæluafköst skulu vera a.m.k. 40 ltr./mín.
9. Hjá skilaaðilum í landi skal vera góður aðgangur að olíuúrgangsgeymi eða stút á lögn frá honum og skal hann vera í ekki meira en 10 metra fjarlægð frá bílastæði sem aðgengilegt er fyrir móttökuaðila. Ef olíuúrgangsgeymir er ekki til staðar skal olíuúrgangurinn vera á 200 lítra tunnum sem staðsettar eru á aðgengilegum stað.
10. Tilkynna þarf móttökuaðila ef olíuúrgangurinn er meira en 50°C heitur. Hámarkshiti olíuúrgangs er 75°C.
11. Vatnsinnihald í olíuúrgangi skal miðast við góða starfshætti. Hámarksmagn vatns í mótteknum olíuúrgangi er 15% frá skilaaðilum á landi og 30% frá skipum. Tekin eru sýni við móttöku frá skilaaðila til staðfestingar á vatnsinnihaldi til grundvallar álagningu gjalda vegna vatns umfram hámark.
12. Kvartanir vegna þjónustunnar skal tilkynna móttökuaðila skriflega.
Skilmálar um gjaldfrjáls skil úrgangsolíu og svartolíuúrgangs:
1 Olíuúrgangur sem fellur undir skilmálana:
• Olíuúrgangur sem fellur til við eðlilega notkun smurolíu sem lagt hefur verið á úrvinnslugjald skv. lögum nr. 162/2002 með síðari breytingum.
• Olíuúrgangur sem fellur til við eðlilega notkun svartolíu og leggja skal á úrvinnslugjald samkvæmt 1. mgr. 8 gr. laga nr. 162/2002 um úrvinnslugjald en er undanþeginn gjaldtöku á grundvelli 3. mgr. sömu greinar, skilgreind með með tollskrárnúmerinu: 2710-1940.
Þjónusta sem ekki fellur undir móttökuskilmála þessa er ekki gjaldfrjáls og innheimtir móttökuaðili gjald fyrir hana hjá skilaaðila. Erlend skip sem eiga rétt á endurgreiðslu úrvinnslugjalds á grundvelli endurgreiðsluheimildar í 10. gr. laga 162/2002 um úrvinnslugjald eiga ekki rétt á gjaldfrjálsum skilum.
2. Olíuúrgangurinn skal vera dælanlegur og ekki innihalda önnur efni en sem falla til við eðlilega notkun olíunnar. Olíuúrgangurinn má ekki innihalda uppleysiefni, þynna eða önnur óskilgreind efni eða efnavörur t.d. ammoníak.
Í olíuúrganginum má ekki vera meira af eftirtöldum efnum en:
Kadmíum < 5 mg / kg
Kvikasilfur < 0,5 mg / kg
Blý < 25 ---
Króm < 50 --
Nikkel < 5 ---
PCB < 5 ---
Halogenar <150---
Brennisteinn* < 5.000---
Arsenic < 5 ---
Manganese < 5 ---
Thallium < 5 ---
Antimony < 5 ---
Cobalt < 5 ---
Kopar < 40 ---
Vanadíum < 200 ---
* Svartolíuúrgangur má þó innihalda sama brennistein og leyfð hámörk á svartolíu ætlaðri til nota í skipum og bátum sem notað er hér á landi og í mengunarlögsögu íslands samkvæmt reglugerð 124/2015 með síðari breytingum.
3. Móttökuaðili tekur á móti olíuúrgangi frá skipum á virkum dögum frá kl. 8.00 til 17.00. Panta þarf móttöku fyrir kl. 16:00 tveimur virkum dögum áður en olíuúrgangi er skilað. T.d. fyrir kl. 16:00 á mánudegi fyrir móttöku á miðvikudegi eða fyrir kl. 16:00 á föstudegi fyrir móttöku á þriðjudegi.
Móttökuaðili tekur á móti olíuúrgangi frá skilaaðilum á landi á skipulögðum söfnunardögum á hverju landsvæði. Panta þarf móttöku fyrir kl. 16:00, tveimur virkum dögum fyrir skipulagðan söfnunartíma á viðkomandi svæði. T.d. á fimmtudegi fyrir kl. 16:00 ef söfnunartími er í vikunni á eftir.
Við pöntun á móttöku skal tilgreina áætlað magn og um hverskonar olíuúrgang er um að ræða. Skilaaðili skal ávallt leitast við að hafa sem mestan fyrirvara á þjónustubeiðni til að unnt sé að sameina söfnun frá honum við aðrar móttökur. Móttökuaðili ber ekki kostnað af tjóni vegna frávika frá ofangreindum tímamörkum.
4. Lágmarksmagn sem móttökuaðili sækir til skilaaðila er 400 ltr. Undanþegin þessu ákvæði eru sveitarfélög og hafnir. Til þeirra er sóttur olíuúrgangur a.m.k. einu sinni á ári, óháð magni.
5. Við móttöku skulu móttökuaðili og skilaaðili fylla út móttökuseðil, þar sem fram koma upplýsingar um magn, innihald og uppruna auk staðfestingar skilaaðila á að ekki séu óleyfileg efni í úrgangsolíunni. Báðir aðilar staðfesta seðilinn með undirritun. Skilaaðili fær afrit af móttökuseðlinum.
6. Leiki vafi á um efnainnihald olíuúrgangsins getur móttökuaðili hafnað móttöku og krafist efnarannsóknar til staðfestingar á að olíuúrgangur uppfylli skilyrði um efnainnihald.
7. Móttökuaðili tekur á móti olíuúrgangi úr olíuúrgangsgeymum skipa og skilaaðila á landi. Skilaaðilum á landi er þó heimilt að safna úrgangsolíu á 200 lítra tunnur sem móttökuaðili tæmir á staðnum.
8. Móttökuaðili tekur við olíúrgangi frá skipum við skipshlið á aðgengilegum stað. Góður aðgangur skal vera að stút ofan þilja og skal skipið dæla olíúrganginum frá borði. Dæluafköst skulu vera a.m.k. 40 ltr./mín.
9. Hjá skilaaðilum í landi skal vera góður aðgangur að olíuúrgangsgeymi eða stút á lögn frá honum og skal hann vera í ekki meira en 10 metra fjarlægð frá bílastæði sem aðgengilegt er fyrir móttökuaðila. Ef olíuúrgangsgeymir er ekki til staðar skal olíuúrgangurinn vera á 200 lítra tunnum sem staðsettar eru á aðgengilegum stað.
10. Tilkynna þarf móttökuaðila ef olíuúrgangurinn er meira en 50°C heitur. Hámarkshiti olíuúrgangs er 75°C.
11. Vatnsinnihald í olíuúrgangi skal miðast við góða starfshætti. Hámarksmagn vatns í mótteknum olíuúrgangi er 15% frá skilaaðilum á landi og 30% frá skipum. Tekin eru sýni við móttöku frá skilaaðila til staðfestingar á vatnsinnihaldi til grundvallar álagningu gjalda vegna vatns umfram hámark.
12. Kvartanir vegna þjónustunnar skal tilkynna móttökuaðila skriflega.