Olíudreifing hlaut í ágúst 2019 formlega jafnlaunavottun og leyfi Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið sem gildir til ágúst 2023.
Meginmarkmið laganna um jafnlaunavottun er að konum og körlum sem starfa hjá sama atvinnurekanda skuli greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf og þannig stuðla að launajafnrétti kvenna og karla í samræmi við lög. Þetta er því mikilvæg staðfesting á því að verklag við ákvörðun í launamálum hjá Olíudreifingu, byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun
Úttekt á launagreiningu og jafnlaunastaðlinum er framkvæmd árlega og þarf Olíudreifing að uppfylla öll skilyrði staðalsins til að viðhalda vottuninni.
- Fréttir
- Hits: 271