Árleg úttekt á starfsemi Olíudreifingar

Úttektarmaður frá BSI tekur árlega úttekt hjá Olíudreifingu vegna gæðastaðalsins ISO 9001, umhverfisstaðalsins ISO 14001 og öryggisstaðalsins OHSAS 18001, en sem kunnugt er var vottun á innleiðingu á þessum stöðum framkvæmd hjá Olíudreifingu. Það ríkti eftirvænting um að vita hver niðurstaða úttektarinnar yrði, því að þó að innleiðing staðlanna hafi gengið vel, er ekki sjálfgefið að takist að starfa eftir þeim svo ásættanlegt sé. 

Til að gera langa sögu stutta var útkoma úttektarinnar góð fyrir þar sem aðeins komu fram þrjár athugasemdir í skýrslunni sem ekki getur talist mikið en úttekt fór fram þegar full starfsemi var á öllum starfsstöðvum og gefur það okkur góða vísbendingu um að við séum að starfa eftir þeim öryggiskröfum og verklagi sem krafist er á fullnægjandi hátt.

Mikil vinna hefur Verið lögð í að koma upp og viðhalda þeim vinnuferlum sem staðlarnir kveða á um en á móti verður að hafa í huga að þeir eru ekki síst gerðir til að hindra slys og óhöpp og þar með að varðveita heilsu starfsmanna og verja umhverfið fyrir ágangi af mannavöldum. Í haust verður svo úttektum haldið áfram þegar nokkrir valdir staðir á landsbyggðinni verða heimsóttir.



Oliudreifing | Holmaslod 8-10 | 101 Reykjavik 
 tel +354 550-9900 | fax: 550-9999 | odr@odr.is

 
Sími:

550 9900

 
Sendu okkur mail:
odr@odr.is