Í samningnum felst m.a. að Olíudreifing veitir Umhverfisstofnun aðgang að tækjum og mannskap komi til bráðamengunar á hafi eða við strendur landsins sem stofnunin þarf að sinna. Ákveðnir starfsmenn s.s. iðnaðarmenn, sjómenn og starfsmenn birgðastöðva hljóta þjálfun í viðbrögðum við slíkum óhöppum undir handleiðslu Umhverfisstofnunar.   Olíudreifing skuldbindur sig síðan til að veita Umhverfisstofnun aðstoð innan tiltekins tíma á ákveðnum svæðum með þeim aðilum sem hlotið hafa þjálfun. Að auki verður allur búnaður Umhverfisstofnunar til viðbragða við bráðamengun geymdur í húsnæði Olíudreifingar í Örfirisey og viðhaldið eftir þörfum af starfsmönnum félagsins.  Þessi samningur er Olíudreifingu mikilvægur, ekki síst sá þáttur hans sem snýr að þjálfun starfsmanna.  Í rekstri eins og okkar er rétt að ganga út frá því að mengunarslys eru að því er virðist óumflýjanleg og því er þjálfun starfsmanna og aðgangur að sem bestum búnaði nauðsynlegur því með snöggum og réttum viðbrögðum má minnka tjón og kostnað af bráðamengun og umhverfisslysum verulega.