Olíudreifing fylgir þeim lögum og reglugerðum sem gilda um starfsemi félagsins og hefur það að markmiði að vera til fyrirmyndar í öllum þáttum rekstrar, hvort sem litið er til hagkvæmni, gæða, umhverfis, öryggis eða heilsu.

Öryggi mannslífa kemur framar öllu öðru. Markmiðið er að vernda heilsu starfsmanna og koma í veg fyrir vinnuslys og óhöpp

Umhverfisvernd er lykilatriði í rekstri félagsins. Góð umgengni um náttúruauðlindir, lífríki og gróður og lágmörkun neikvæðra áhrifa á umhverfið eiga að vera samofin öllum þáttum rekstrar.

Gæði þjónustu og verka eiga að vera slík að viðskiptavinir geti ávallt treyst því að fá þá þjónustu sem vænst er á hagkvæman hátt

Trúnaður og öryggi við meðhöndlun viðkvæmra upplsýisnga er lykilatriði og er gott rekstrar og upplýsingaöryggi félaginu nauðsynlegt fyrir rekstur og þjónustu félagsins.

Olíudreifing áformar að ná ofangreindum markmiðum með því að:

  • - Kanna með skipulegum hætti ástand gæða, öryggis-, trúnaðar-, heilsu- og umhverfismála innan fyrirtækisins.
  • - Taka upp og viðhalda þeim vinnubrögðum og verklagsreglum sem stjórnunkerfi fyrirtækisins krefst í samræmi við ISO 9001 gæðastjórnunar-, ISO 14001 umhverfisstjórnunar-, OHSAS 18001 öryggisstjórnunar-, ISO 27001 upplýsingaöryggis og ISM öryggisstjórnunarstaðlana.
  • - Fræða og þjálfa starfsmenn á skipulegan hátt.
  • - Ástunda upplýsingagjöf til hagsmunaaðila.
  • - Vinna að stöðugum umbótum á starfsaðferðum og stefnu
  • - Uppfylla kröfur yfirvalda, viðskiptavina, alþjóða olíufélaga og annarra aðila til félagsins.

Þar sem árangur er ekki síst háður jákvæðu viðhorfi starfsmanna er nauðsynlegt að tryggja að allir starfsmenn séu meðvitaðir um stefnumörkun og markmiðasetningu fyrirtækisins.


Reykjavík   3. júní 2014

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

framkvæmdastjóri