Þjónustuverkstæði

Á þjónustuverkstæðum Olíudreifingar eru starfandi u.þ.b 45 iðnaðar- og aðstoðarmenn.  Stærstur hluti starfsmanna er með sveins- eða meistara-réttindi í hinum ýmsu iðngreinum og flestir þeirra búa einnig yfir mikilli þekkingu og reynslu, hver í sínu fagi.

Söludeild

Söludeild Olíudreifingar starfar undir merki G Hannessonar. Sviðið sinnir innflutningi og sölu á vörum, einkum tengdum meðhöndlun eldsneytis, en einnig öðrum vöruflokkum, eins og myndavélum og  mengunarvarnarbúnaði

Merkingar

Sviðið rekur einnig merkingadeild, sem sinnir merkingum fyrir breiðan hóp viðskiptavina, bæði álímingar, skiltagerð og fleiri skyld verkefni

Útkallshópur

Hópur starfsmanna er þjálfaður til að bregðast við mengunarslysum og öðrum óhöppum sem upp geta komið við meðhöndlun eldsneytis.

Viðgerðaþjónusta | 550 9955

Neyðarnúmer: 552 6900

Svarað er í Neyðarnúmer 552 6900 allan sólarhringinn. Securitas sér um símsvörun og kemur boðum áfram til Öryggisnefndar ODR.