Sölu og þjónustusviðMeginverkefni eru sala búnaðar og þjónusta við afgreiðslustöðvar og viðskiptavini móðurfélaganna og dreifingarsvið Olíudreifingar, í hönnun, uppbyggingu, eftirliti og viðhaldi sérhæfðs búnaðar til geymslu, meðhöndlunar og afgreiðslu eldsneytis.Um OlíudreifinguMeginstarfsemi Olíudreifingar er dreifing og birgðahald á fljótandi eldsneyti og þjónusta við olíubirgðastöðvar og bensínstöðvar.Móttaka pantanaOlíudreifing tekur ekki á móti pöntunum vegna afgreiðslu á fljótandi eldsneyti. Eldsneytið er pantað hjá viðkomandi söluaðila.

 Þann 12.febrúar s.l. kom til hafnar í Reykjavík nýtt skip Olíudreifingar eftir 4.200 sjómílna siglingu heim frá Adana í Tyrklandi þar sem skipið var smíðað í Akdeniz skipamsíðastöðinni. Skipinu var gefið nafnið Keilir sem er nafn í eigu Olíudreifingar og skip félagsins sem smíðað var í Kína 2002 bar. Keilir mun leysa af hólmi M/T Laugarnes sem verið hefur í eigu Olíudreifingar frá 1998. Samningur um smíði nýs skips var undirritaður í Reykjavík 16. janúar 2018 og er skipið smíðað samkvæmt hönnun skipasmðíðastöðvarinnar en Keilir er 5. skipið sem smíðað er skv. þessari sömu teikningu. Keilir er jafnframt fjóða tankskipið sem smíðað er fyrir Íslenska útgerð. Áður höfðu Stapafell I og Stapafell ll verið smíðuð fyrir Olíufélagið og Skipadeild Sambandsins á árunum 1962 og 1979 og siðan fyrri Keilir fyrir Olíudreifingu í Shanghai árið 2002. Samtals hafa verið ellevu olíuflutningaskip í eigu Íslendinga og eru þá undanskildir bátar.
Við smíði skipsins var ekki síst horft til framfara í öryggismálum. Í nýjum Keili eru miklar framfarir í öllu sem snýr að öryggi við flutning sjóleiðis á eldsneyti frá því sem er í Laugarnesinu. Má þar nefna að skipið er að sjálfsögðu með tvöföldum botni og birgðingi, tveimur aðalvélum ásamt tveimur stýrum og skrúfum sem veitir mikið öryggi við erfiðar aðstæður komi t.d. til bilunar á aðalvél en skipinu verður auðveldlega siglt með afli annarrar aðalvélar. Einnig er öll stjórnun skipsins markvissari og öruggari með tveimur skrúfum en ef aðeins væri einfalt drifkerfi. Skipið er auk þess búið öflugri bógskrúfu ásamt slökkvibúnaði ofl sem eykur allt á öryggi skipsins. Hitunarbúnaður er í öllum átta geymum sem málaðir eru með epoxy málningakefi frá Hempels en einnig eru til staðar þvottavélar til þvotta á farmgeymum. Átta Svanehoj farmdælur eru í skipinu eða ein í hverjum tank.

Eins og kunnugt er hlaut Olíudreifing forvarnarverðlaun VÍS og Vinnueftirlitsins 4. febrúar s.l. og voru þau afhent á ráðstefnunni „Áskoranir atvinnulífsins í öryggismálum“.  Þar kom fram að verðlaunin eru veitt fyrirtæki fyrir framúrskarandi forvarnir og öryggismál og að mati framangreindra aðila er Olíudreifing þar í fremstu röð.

Öryggis- og umhverfismál eru málaflokkur sem við í Olíudreifingu höfum lagt mikið upp úr að sinna sem best og er þessi málaflokkur sífellt umfangsmeiri í rekstrinum.  Við erum þakklát - og okkur þykir að sjálfsögðu mjög vænt um að fá viðurkenningu sem þessa en gerum okkur jafnframt grein fyrir því að hún er ekki loka punktur eða endir neins.

Öryggismál og forvarnir eru stanslaus vinna sem við munum kappkosta að sinna enn betur í dag en í gær.  Öryggismál snúast fyrst og fremst um að vernda umhverfið - sem og líf og heilsu starfsmanna okkar og annarra.  Það má því segja að þetta sé ekki síst lýðheilsumál. 

Við höfum reynt í samráði við VÍS - sem alla tíð hefur verið okkar tryggingafélag og einnig á síðari árum með vottunarfélagi okkar, BSI, að endurskoða og efla alla okkar verkferla og aga vinnubrögð.  Einnig erum við í mjög góðu  sambandi og samvinnu við þær opinberu stofnanir sem rekstur okkar heyrir undir s.s. Vinnueftirlitið og Umhverfisstofnun, því að öll höfum við sömu markmiðin sem er að fækka óhöppum og slysum.  

Reglubundnar heimsóknir fagaðila og úttektir á starfsemi Olíudreifingar veita okkur nauðsynlegt aðhald og hvatningu til að standa okkur betur og færir okkur aukna þekkingu sem nýtist við forvarnir innan fyrirtækisins.  Í síðustu úttekt BSI fengum við enga skriflega athugasemd en nokkrar ábendingar um það sem betur má fara.  Það er því augljóst að við munum kappkosta að halda okkur á þessari braut og eigi það að takast verðum við öll að leggja okkur fram.

 

Í dag skrifaði Hörður Gunnarsson, fyrir hönd Olíudreifingar ásamt 102 öðrum forsvarsmönnum fyrirtækja undir yfirlýsingu um loftslagsmál, í athöfn í Höfða:

"Við undirrituð ætlum að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum.


Þjóðir heims standa nú frammi fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Sameinuðu þjóðirnar gegna forystuhlutverki í að greina vandann, takast á við hann og aðlagast breyttum aðstæðum.

Borgir og bæir ásamt fyrirtækjum af öllum stærðum, verða sífellt mikilvægari þegar kemur að því að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og standast þau markmið sem sett hafa verið um losun þeirra.

Á Íslandi er ein helsta áskorunin mengandi samgöngur og losun úrgangs. Við ætlum að sýna samfélagslega ábyrgð í verki með því að:

 

  1. draga úr losun gróðurhúsalofttegunda

  2. minnka myndun úrgangs

  3. mæla árangurinn og gefa reglulega út upplýsingar um stöðu ofangreindra þátta.

 

Fellur þetta verkefni vel að umhverfisstefnu og markmiðum Olíudreifingar og verður spennandi að taka þátt í samstarfi þessara fyrir tækja í framhaldinu.


Viðgerðaþjónusta:
S: 550 9955


Neyðarnúmer:
552 6900


Svarað er í Neyðarnúmer allan sólarhringinn. Securitas sér um símsvörun og kemur boðum áfram til Öryggisnefndar ODR.

 

 

Hafðu samband