Um Olíudreifingu

Meginstarfsemi okkar er dreifing og birgðahald fljótandi eldsneytis, sala og þjónusta við eldsneytisbúnað.

Image

Stofnað 1996

Olíudreifing var stofnuð m.a. til að sjá um dreifingu og birgðahald eigenda sinna á eldsneyti, sem á þeim tíma voru Olíufélagið hf. og Olíuverslun Íslands. Á fyrsta starfsdegi félagsins 1. janúar 1996 fór dreifingin af stað í Reykjavík, Hafnarfirði og Hvalfirði. Eftir það fóru staðirnir að bætast við einn af öðrum.

Birgðastöðvarnar eru staðsettar víðsvegar um landið með samtals 350 milljóna lítra geymarými.

Þann 1. nóvember 1999 tók félagið við starfseminni á Ísafirði og var þá komið með dreifingu alls fljótandi eldsneytis á landinu, að Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli frátöldum. Olíudreifing afgreiðir eldsneyti bæði samkvæmt óskum eldsneytisseljenda og beiðnum frá viðskiptavinum.

Félagið rekur einnig bifreiðaverkstæði, járnsmíðaverkstæði, dælu- og rafmagnsverkstæði. Þau sjá um viðhald og uppbyggingu á eignum félagsins og tæknibúnaði þjónustustöðva.

Starfsfólk Olíudreifingar kom í upphafi nánast allt frá olíufélögunum tveimur eða umboðsmönnum þeirra.

Auk meginstarfsemi félagsins hefur það í gegnum tíðina annast viðhaldsverkefni fyrir ýmsa aðila. Um 130 manns starfa í dag hjá Olíudreifingu víðsvegar um landið. Félagið á og rekur meðal annars mikinn fjölda tankbíla, vörubíla og dráttarbíla, auk smærri bíla. Tankskipið Keilir, sem er 700 rúmmetra afgreiðslubátur, er einnig rekið af Olíudreifingu og flytur eldsneyti umhverfis landið.

Olíudreifing ehf.

 
Hólmaslóð 8-10
101 - Reykjavík
Sími: 550 9900
Netfang: odr@odr.is

Flýtihlekkir

Símanúmer

Aðalnúmer s. 550 9900
Þjónustuborð s: 550 9955 

Bakvaktasímar:
Rafvirkjar s: 860-6917
Vélvirkjar s: 860-6906
Bifvélaverkstæði s: 864-9411

Neyðarnúmer 552 6900

Image


Jafnlaunavottun - Umhverfisvottun
Öryggisvottun - Gæðavottun: Sjá hér: